KR hefur fengið tvo unga leikmenn frá Fjölni, það eru miðvörðurinn Júlíus Mar Júlíusson og markvörðurinn Halldór Snær Georgsson. Báðir eru 2004 módel og hafa skrifað undir samninga til 2027.
„Júlíus Mar er kraftmikill og leikinn hafsent sem byrjaði ferilinn sinn í Vænjum Júpiters og hefur verið lykilmaður í liði Fjölnis undanfarin ár. Júlíus hefur spilað 83 leiki fyrir Fjölni og á 3 leiki með U19 landsliði Íslands. Júlíus var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni fyrir góða frammistöðu í sumar," segir í tilkynningu KR.
„Júlíus Mar er kraftmikill og leikinn hafsent sem byrjaði ferilinn sinn í Vænjum Júpiters og hefur verið lykilmaður í liði Fjölnis undanfarin ár. Júlíus hefur spilað 83 leiki fyrir Fjölni og á 3 leiki með U19 landsliði Íslands. Júlíus var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni fyrir góða frammistöðu í sumar," segir í tilkynningu KR.
„Halldór byrjaði meistaraflokksferill sinn í Vængjum Júpiters þar sem hann spilaði 19 leiki. Þá hefur hann spilað 40 leiki með Fjölni í Lengjudeildinni og á 8 leiki með U19 landsliði Íslands. Halldór Snær var lykilmaður í liði Fjölnis á nýafstaðnu tímabili og var valinn leikmaður ársins hjá Fjölni."
Fótbolti.net greindi frá því í vikunni að Júlíus hefði valið KR en hann var mjög eftirsóttur. Þá var sagt frá því í síðasta mánuði að KR hefði áhuga á að fá Halldór. Báðir verða með KR frá og með næsta tímabili.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 27 | 10 | 7 | 10 | 44 - 48 | -4 | 37 |
2. KR | 27 | 9 | 7 | 11 | 56 - 49 | +7 | 34 |
3. Fram | 27 | 8 | 6 | 13 | 38 - 49 | -11 | 30 |
4. Vestri | 27 | 6 | 7 | 14 | 32 - 53 | -21 | 25 |
5. HK | 27 | 7 | 4 | 16 | 34 - 71 | -37 | 25 |
6. Fylkir | 27 | 5 | 6 | 16 | 32 - 60 | -28 | 21 |
Athugasemdir