Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Inzaghi hafa hafnað Man Utd
Mynd: EPA
Ítalski íþróttablaðamaðurinn Tancredi Palmeri segir frá því í dag að Manchester United hafi boðið Simone Inzaghi að taka við sem stjóri Manchester United í landsleikjahléinu.

Palmeri segir að Inzaghi hafi hafnað því tilboði. Inzaghi er stjóri Inter og gerði liðið að ítölskum meisturum í vor.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er í mjög heitu sæti á Old Trafford og eru stuðningsmenn liðsins mikið farnir að kalla eftir stjóraskiptum.

United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sex umferðir og með tvö stig eftir tvo leiki í Evrópudeildinni. Í gær gerði liðið 3-3 jafntefli gegn Porto á útivelli eftir að hafa komist 0-2 yfir.

Ten Hag fékk traustið frá eigendum og stjórnendum í vor þegar hann fékk nýjan samning eftir að staða liðsins var metin og aðrir kostir í stöðunni kannaðir.

United hefur tapað þremur leikjum á tímabilinu; 0-3 gegn Spurs, 0-3 gegn Liverpool og 2-1 á útivelli gegn Brighton.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner