Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fös 04. nóvember 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einar Karl riftir samningi sínum við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson hefur sagt upp samningi sínum við Stjörnuna samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Einar nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum. Samningurinn átti að renna út eftir næsta tímabil.

Einar gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2021, lék nítján leiki á síðasta tímabili og í sumar kom hann við sögu í 23 deildarleikjum af 27, byrjaði tólf þeirra, kom ellefu sinnum inn á sem varamaður, var þrisvar sinnum ónotaður varamaður og var einu sinni í leikbanni.

Um mitt sumar var sagt frá því í Dr. Football að Einar væri að horfa í kringum sig og gæti farið frá Stjörnunni en hann ákvað að klára tímabilið. Í síðustu átta leikjum tímabilsins var Einar sex sinnum í byrjunarliðinu.

Einar Karl hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari á sínum ferli og þrisvar sinnum bikarmeistari. Hann er 29 ára gamall miðjumaður, hann er uppalinn í FH en hefur einnig leikið með Fjölni, Grindavík og Val á sínum ferli ásamt svo Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner