Liverpool vann langþráðan sigur þegar liðið lagði Aston Villa 2-0, Arsenal heldur forystu sinni í deildinni eftir 2-0 útisigur gegn Burnley og Erling Haaland skoraði tvö mörk í 3-1 sigri gegn Bournemouth.
Troy Deeney, sérfræðingur BBC, er búinn að velja lið umferðarinnar.
                
                
                                                                                Troy Deeney, sérfræðingur BBC, er búinn að velja lið umferðarinnar.
Markvörður: Guglielmo Vicario (Tottenham) - Tottenham tapaði fyrir Chelsea en liðsfélagar Vicario brugðust honum. Hann hélt Spurs algjörlega inni í leiknum og hafði í nægu að snúast.
            Varnarmaður: Nico O'Reilly (Manchester City) - Leikmaðurinn ungi er í grunninn miðjumaður en aer að standa sig gríðarlega vel sem vinstri bakvörður. Skoraði gegn Bournemouth.
            Varnarmaður: Gabriel (Arsenal) - Það er hægt að segja það sama aftur og aftur; geggjaður varnarmaður og svo öflugt vopn í föstum leikatriðum.
            Miðjumaður: Moises Caicedo (Chelsea) - Eins og Duracell kanínan. Það er enginn leikmaður í hans stöðu sem er betri í heiminum í dag.
            Miðjumaður: Ryan Gravenberch (Liverpool): - Skoraði og stýrði spilinu gegn Aston Villa. Með gríðarlega útsjónarsemi.
            Sóknarmaður: Rayan Cherki (Manchester City) - Virkilega hæfileikaríkur leikmaður sem nær vel saman með Haaland.
            Athugasemdir
                                                                
                                                        
            
            
            
            
            
            
            
            
            
            
            
            
            
