Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. janúar 2020 13:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Immobile hetja Lazio - Með 19 mörk í 17 leikjum
Ciro Immobile skoraði bæði mörk Lazio.
Ciro Immobile skoraði bæði mörk Lazio.
Mynd: Getty Images
Brescia 1 - 2 Lazio
1-0 Mario Balotelli ('18 )
1-1 Ciro Immobile ('42 , víti)
1-2 Ciro Immobile ('90 )
Rautt spjald: Andrea Cistana, Brescia ('39)

Fyrsti leikur ársins í ítölsku úrvalsdeildinni var að klárast. Í honum vann Lazio dramatískan sigur á Brescia.

Mario Balotelli skoraði fyrsta mark leiksins og fyrsta mark ársins í Seríu A eftir 18 mínútur. Hans fimmta deildarmark í 13 deildarleikjum á tímabilinu.

Brescia varð fyrir áfalli á 39. mínútu þegar Andrea Cistana fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Stuttu síðar jafnaði Ciro Immobile úr vítaspyrnu.

Brescia var einum færri allan seinni hálfleikinn og það virtist eins og heimamenn væru að fara að halda út og ná jafntefli, en í uppbótartímanum kom sigurmark Lazio. Auðvitað var það Immobile sem skoraði.

Immobile er markahæsti leikmaður deildarinnar með 19 mörk í 17 leikjum. Magnaður árangur.

Lazio er í þriðja sæti, þremur stigum frá Inter og Juventus. Nýliðar Brescia eru í 18. sæti, einu stigi frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner