Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   mið 05. febrúar 2025 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo 40 ára: Ég er sá besti í sögunni
Sá besti í sögunni?
Sá besti í sögunni?
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ronaldo segist vera betri en Messi, Pele og Maradona
Ronaldo segist vera betri en Messi, Pele og Maradona
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr og portúgalska landsliðsins, fullyrðir að hann sé sá besti í sögu fótboltans, en þetta sagði hann í viðtali við El Chiringuito

Ronaldo, sem fagnar fertugsafmæli sínu í dag, mætti í viðtali til Edu Aguirre hjá El Chiringuito og ræddi um allt milli himins og jarðar.

Hann talaði meðal annars um það að hann væri fullkomnasti leikmaður allra tíma og að enginn leikmaður sé jafn alhliða og hann.

„Hver er mesti markaskorari sögunnar? Þetta snýst allt um tölur, punktur!“

„Hvaða leikmaður hefur skorað flest mörk með hausnum, vinstri fæti, vítaspyrnum og aukaspyrnum? Ég var að skoða þetta um daginn og sá að ég er á topp tíu listanum yfir flest mörk með vinstri fæti og ég er ekki einu sinni örvfættur. Ég var líka á listanum yfir flest skallamörk, með hægri fæti og úr vítaspyrnum. Ég var á öllum listum.“

„Ég er að tala um tölur. Mér finnst ég vera fullkomnasti leikmaður sem uppi hefur verið. Það er mín skoðun. Allt sem ég geri í fótbolta geri ég vel. Hvort sem það sé með hausnum, aukaspyrnur eða vinstri fæti. Ég er fljótur og sterkur.“

„Það er eitt að hafa smekk og ef þú ert hrifinn af Messi, Pelé eða Maradona þá skil ég það og virði, en að segja að Ronaldo sé ekki með allan pakkann… Ég er með allan pakkann og hef ekki séð neinn betri. Ég segi þetta frá hjartanu,“
sagði Ronaldo.

Eins og áður kom fram fagnar Ronaldo fertugsafmæli sínu í dag, en það er algerlega óvitað hvenær skórnir fara upp í hillu. Keppnisskapið heldur honum gangandi.

„Stundum er ég með svo mikið keppnisskap að ég gleymi öllu því sem ég hef afrekað. Það gefur mér hvatningu til að gera meira og gera betur á ári hverju. Ég held að það sé munurinn á mér og öðrum. Einhver annar í minni stöðu hefði hætt í fótbolta fyrir tíu árum, en ég er ólíkur öðrum,“ sagði Portúgalinn.

Ronaldo er kominn með 923 mörk á ferlinum en flestir telja að hann sé að stefna á 1000 mörk. Hann vill hins vegar ekki láta draga sig í þá umræðu og segist alveg sáttur þó hann nái ekki því markmiði.

„Það mun ekki breyta mig neinu máli ef ég klára ferlinn með 920 eða 925 mörk. Ég er sá besti í sögunni. Punktur. Ef ég kemst í 1000 mörk þá er það frábært, en ef ekki þá er það líka bara í fínu lagi. Tölurnar tala sínu máli,“ sagði Ronaldo enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner