Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. mars 2023 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rice biðst afsökunar: Brugðumst þeim og félaginu
Declan Rice, fyrirliði West Ham.
Declan Rice, fyrirliði West Ham.
Mynd: EPA
West Ham fékk rassskellingu er liðið mætti Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham, sem hefur ollið vonbrigðum á tímabilinu, fór til Brighton og tapaði 4-0.

Declan Rice, fyrirliði West Ham, talaði við heimasíðu félagsins eftir leik þar sem hann bað stuðningsmenn afsökunar á þessum leik.

„Þetta var ekki nægilega gott. Við verðum að biðja stuðningsmenn afsökunar vegna þess að við brugðumst þeim og félaginu," sagði Rice eftir leikinn.

„Ég er sár, og það eru aðrir leikmenn líka. Það er mikið áfall að tapa þessum leik eins og við gerðum. Þetta var ekki ásættanleg frammistaða."

Fyrir tímabil var búist við að West Ham yrði í efri helmingi deildarinnar en liðið hefur verið í fallbaráttu allt tímabilið og er sem stendur aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Sjá einnig:
Moyes áfram treyst þrátt fyrir skelfileg úrslit
Athugasemdir
banner
banner