Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 05. maí 2022 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kundai ekki með Vestra í sumar - Tvö félög í Bestu hafa áhuga
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kundai Benyu, miðjumaður Vestra, verður ekki með liðinu í Lengjudeildinni í sumar. Þetta staðfesti Samúel Samúelsson, stjórnarmaður hjá Vestra, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kundai er samningsbundinn Vestra út árið en ætlar sér að spila annars staðar á tímabilinu. Hann lék sextán leiki með liðinu á síðasta tímabili í Lengjudeildinni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa tvö félög í Bestu deildinni áhuga á miðjumanninum. Kundai æfði með Breiðabliki í vetur en það er ekki annað af félögunum tveimur.

Kundai er 24 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og kom til Vestra frá Wealdstone í febrúar í fyrra. Hann ólst upp hjá Ipswich Town á Englandi áður en hann hélt til Celtic í Skotlandi. Þar spilaði hann einn leik fyrir aðalliðið undir stjórn Brendan Rodgers áður en hann fór til Helsingborg árið 2019.

Hann lék með landsliðið Simbabve á Afríkumótinu í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner