Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. júní 2023 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hópurinn valinn fyrir Hareide - Sex út og sjö inn
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Icelandair
Age Hareide velur sinn fyrsta A-landsliðshóp á morgun.
Age Hareide velur sinn fyrsta A-landsliðshóp á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert snýr aftur í hópinn.
Albert snýr aftur í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fær Willum tækifæri?
Fær Willum tækifæri?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael er meiddur.
Mikael er meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron.
Bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norðmaðurinn Age Hareide mun á morgun tilkynna sinn fyrsta A-landsliðshóp hjá Íslandi á morgun.

Þetta er hópur fyrir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM síðar í þessum mánuði. Það verður fyrsti landsliðshópur Hareide eftir að hann tók við liðinu af Arnari Þór Viðarssyni og verður áhugavert að sjá hvort hann geri miklar breytingar.

Hann hefur nú þegar gefið það út að Aron Einar Gunnarsson og Albert Guðmundsson verði í hópnum. Albert mun þá koma inn eftir að hafa ekki verið í síðasta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar.

En hvaða fleiri breytingar verða? Ef ég væri í sporum Hareide og væri að velja landsliðshópinn á morgun þá myndi ég hafa hópinn eins og hér að neðan. Þetta eru 25 leikmenn en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi það marga leikmenn í síðasta hóp sinn. Heyrst hefur að Hareide muni velja stærri æfingahóp og skera hann svo niður.

Markverðir:
Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor

Hérna spyrja kannski margir: Elías Rafn Ólafsson ekki í hópnum? Elías spilaði einn fótboltaleik í mars og þar á undan spilaði hann í ágúst á síðasta ári. Hann hefur ekkert verið að spila og þá er að mínu mati mun eðlilegra að taka inn Hákon Rafn sem hefur verið aðalmarkvörður hjá toppliði sænsku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð. Það væri í raun ósanngjarnt að velja Hákon ekki.

Varnarmenn:
Alfons Sampsted - Twente
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar
Guðlaugur Victor Pálsson - DC United
Hjörtur Hermannsson - Pisa
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos
Sverrir Ingi Ingason - PAOK
Valgeir Lunddal - Häcken

Hérna koma Hjörtur Hermannsson og Valgeir Lunddal inn í hópinn frá því síðast. Valgeir er lykilmaður hjá sænska meistaraliðinu Häcken og Hjörtur spilar stórt hlutverk í vanarleik Pisa sem var ágætis varnarlið í ítölsku B-deildinni. Hjörtur er líka reynslumikill með landsliðinu og það er eitthvað sem ég myndi horfa í fyrir þessa mikilvægu leiki. Kolbeinn Birgir Finnsson, varnarmaður Lyngby, gerir sterkt tilkall inn í hópinn eftir frammistöðu sína upp á síðkastið en hann rétt missir af þessu.

Miðjumenn og kantmenn:
Albert Guðmundsson - Genoa
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi
Arnór Ingvi Traustason - Norrköping
Arnór Sigurðsson - Norrköping
Birkir Bjarnason - Viking
Hákon Arnar Haraldsson - FC Kaupmannahöfn
Ísak Bergmann Jóhannesson - FCK
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley
Jón Dagur Þorsteinsson - Leuven
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg
Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles

Þarna koma Albert Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Willum Þór Willumsson inn í hópinn frá því í síðasta verkefni. Albert er búinn að vera einn besti leikmaður B-deildarinnar á Ítalíu, Birkir er búinn að vera að koma sér í stand í Noregi og kemur inn í hópinn með gríðarlega reynslu og þá hefur Willum verið að spila mikið í efstu deild í Hollandi. Það er kominn tími á það að Willum fái tækifæri með landsliðinu. Mikael Neville Anderson ætti auðvitað að vera í þessum hópi en hann er að glíma við meiðsli og tel ég afar ólíklegt að hann verði leikfær. Stefán Teitur er þá tæpur en ef hann er ekki með, þá myndi ég setja Þóri Jóhann Helgason inn í hópinn.

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason - Lyngby
Sveinn Aron Guðjohnsen - Elfsborg
Sævar Atli Magnússon - Lyngby

Sveinn Aron kemur aftur inn í hópinn en hann hefur verið að byrja tímabilið vel í sænsku úrvalsdeildinni með toppliðinu þar, Elfsborg. Það er vonandi að hann fara að sýna eitthvað með landsliðinu líka. Lyngby-félagarnir Alfreð og Sævar Atli eru svo þarna. Það væri gaman að sjá Jón Daða Böðvarsson snúa aftur í landsliðið á einhverjum tímapunkti en hann hefur verið að glíma við meiðsli og er ekkert búinn að spila síðan í janúar. Orri Steinn Óskarsson mun líklega spila í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og það verður ansi jákvætt fyrir þessa stöðu í landsliðinu. Þá hefur Elías Már Ómarsson skorað níu mörk í 16 leikjum í B-deildinni í Hollandi. Hann er ekki mjög langt frá þessu.

Út frá síðasta landsliðshópi:
Elías Rafn Ólafsson - Midtjylland
Aron Elís Þrándarson - OB
Mikael Neville Anderson - AGF
Þórir Jóhann Helgason - Lecce
Mikael Egill Ellertsson - Venezia
Andri Lucas Guðjohnsen - Norrköping

Inn frá síðasta landsliðshópi:
Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg
Hjörtur Hermannsson - Pisa
Valgeir Lunddal - Häcken
Albert Guðmundsson - Genoa
Birkir Bjarnason - Viking
Willum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles
Sveinn Aron Guðjohnsen - Elfsborg

En hvernig verður svo hópurinn hjá Hareide á morgun? Það verður spennandi að sjá!

Sjá einnig:
Þrír landsliðshópar verða tilkynntir sama daginn
Athugasemdir
banner
banner
banner