Næstkomandi þriðjudag verða þrír landsliðshópar tilkynntir hjá KSÍ.
Fyrst er um að ræða A-landsliðshóp karla fyrir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM síðar í þessum mánuði. Það verður fyrsti landsliðshópur Norðmannsins Age Hareide eftir að hann tók við liðinu og verður áhugavert að sjá hvort hann geri miklar breytingar.
Hann hefur nú þegar gefið það út að Aron Einar Gunnarsson og Albert Guðmundsson verði í hópnum.
Einnig verður U21 landsliðshópur kynntur fyrir tvo vináttuleiki ytra. Fyrst fer liðið til Austurríkis og svo til Ungverjalands.
Og síðast en ekki síst verður kynntur hópur fyrir lokakeppni Evrópumóts U19 landsliða karla. Þar verður áhugavert að sjá hvort lykilmennirnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Orri Steinn Óskarsson verði með.
Athugasemdir