Það fer að síga á seinni hlutann í fótboltamótinu á Ólympíuleikunum. Undanúrslitin í karlaflokki fara fram í dag.
Fyrri leikur dagsins er leikur Marokkó og Spánar. Marokkó fór örugglega áfram úr átta liða úrslitunum þar sem liðið vann Bandaríkin 4-0.
Spánn vann 3-0 sigur á Japan þar sem Fermin Lopez leikmaður Barcelona skoraði tvö mörk.
Seinni leikur dagsins er svo leikur Frakklands og Egyptalands. Frakkar unnu 1-0 sigur á Argentínu. Egyptar unnu Paragvæ í vítaspyrnukeppni.
Undanúrslitin
16:00 Marokkó - Spánn
19:00 Frakkland - Egyptaland
Athugasemdir