Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 05. september 2020 18:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári spurði fjölmiðamann hvað honum hefði fundist upp á vanta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var allt gefið í þetta og gífurlega svekkjandi að tapa á einhverju sem var algjörlega löglegt," sagði Kári Árnason, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir svekkjandi tap gegn Englandi í Þjóðadeildinni.

Kári tjáði sig um vítaspyrnuna sem Sverrir Ingi Ingason fékk á sig.

„Sverrir hendir sér fyrir skotið og með hendina fyrir andlitinu og boltinn fer vissulega í olnbogann á honum. Hann getur ekki tekið hendurnar af sér. Þetta er grátlegt."

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var spurður út í hvort honum hafi fundist eitthvað upp á vanta þegar hans menn voru með boltann. Kári Árnason greip í kjölfarið tækifærið og spurði blaðamann hvað honum hafi fundist upp á vanta, áhugavert atvik.

Sagt í hita leiksins
„Þetta var sagt og gerðist bara í hita leiksins - skiptir engu máli. Ekkert persónulegt og er bara innan liðsins. Bara eitthvað sem ég vildi að yrði gert betur en ekkert stórmál," sagði Kári Árnason að lokum aðspurður út í ósætti við Arnór Ingva Traustason í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner