Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 05. september 2022 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Costa á leið í læknisskoðun hjá Wolves
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Diego Costa fer í læknisskoðun hjá Wolves á morgun. Enska úrvalsdeildarfélagið er að skoða það að fá Costa í sínar raðir.

Costa, sem er 33 ára, mun fara á reynslu hjá Wolves í nokkra daga til að sjá ástandið á honum og einnig til að meta hvort hann henti leikstíl liðsins. Líklegt þykir að Wolves bjóði honum samning ef hann stenst læknisskoðunina.

Framherjinn hefur verið án félags síðan hann yfirgaf brasilíska félagið Atletico Mineiro í byrjun ársins.

Wolves keypti Sasa Kalajdzic frá Stuttgart undir lok gluggans en hann meiddist í leik liðsins við Southampton og verður líklega frá næstu mánuði. Mikil þörf er á framherja en félagið ætlar að fá mann sem þekkir úrvalsdeildina vel.

Wolves vann á laugardag sinn fyrsta leik á tímabilinu en liðið hefur einungis skorað þrjú mörk í fyrstu sex leikjum sínum.
Athugasemdir
banner