Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, var brjálaður eftir neyðarlegt tap gegn Tottenham í gær.
Neville ræddi leikinn á Sky Sports og hraunaði yfir frammistöðu liðsins. Hann bætti því svo við að félagið á stóra sök í tapinu.
„Ég trúi ekki hvar félagið er statt. Það er engin afsökun fyrir leikmennina á vellinum því þeir voru gjörsamlega hörmulegir. Þeir voru algjörir aumingjar í þessum seinni hálfleik," sagði Neville.
„Ég held að leikmennirnir hafi búist við að fá liðsstyrk í glugganum en félagið stóð sig ekki. City og Liverpool eru með sálfræðilegt forskot eftir sín kaup."
Man Utd er aðeins með þrjú stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar.
Athugasemdir