Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Markahæsti maðurinn meiddist við að spila Xbox
Courtney Baker-Richardson
Courtney Baker-Richardson
Mynd: Getty Images
Furðuleg meiðsli eiga sér reglulega stað í fótboltanum en Courtney Baker-Richardson, leikmaður Crewe Alexandra í ensku D-deildinni, hljóta að vera með þeim undarlegustu til þessa.

Baker-Richardson, sem er 26 ára, samdi við Crewe í sumar og hefur slegið í gegn.

Hann hefur gert 6 mörk í 11 leikjum síðan hann kom frá Newport County, en hann verður ekki með um helgina.

Framherjinn meiddist er hann var að spila tölvuleik í Xbox-tölvunni sinni á dögunum og verður því fjarri góðu gamni.

„Þetta var voðalega saklaust eitthvað, sem eiginlega svolítið lýsandi miðað við meiðslin sem eru hjá okkur í augnablikinu. Hann meiddist við að spila Xbox. Fóturinn datt af sófanum og það snérist upp á hann," sagði Alex Morris, stjóri Crewe.
Athugasemdir
banner
banner
banner