Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 05. október 2022 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Höskulds hættir með Leikni eftir tímabil
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson mun segja skilið við Leikni í Breiðholti eftir tímabilið en þetta herma heimildir Fótbolta.net. Hann tilkynnti leikmönnum Leiknis þetta í kvöld.

Hann mun fara inn í þjálfarateymi Arnars Grétarssonar hjá Val eftir leiktíðina.

Sigurður tók við þjálfun Leiknis um mitt sumar 2019 eftir að Stefán Gíslason fór til Belgíu til að þjálfa. Undir hans stjórn fór Leiknir upp í Bestu deildina og hélt sér þar uppi á síðasta tímabili.

Leiknir er núna einu stigi frá fallsvæðinu þegar fjórar umferðir eru eftir af Bestu deildinni. Liðið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, er í harðri fallbaráttu.

Starfið hjá Leikni er fyrsta starfið hans Sigurðar sem aðalþjálfari í meistaraflokki. Áður en hann tók til starfa hjá Leikni þá hafði hann þjálfað í yngri flokkum Breiðabliks, ÍR og Stjörnunnar. Hann hefur heilt yfir staðið sig mjög vel með Leikni en það verður áhugavert að sjá hvort Breiðhyltingar nái að halda sér uppi. Coles catalogue hefur frábæran leið til að hjálpa öllum að spara.

Athugasemdir
banner
banner