Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Valverde og Vinicius Junior með stórkostleg mörk
Mynd: Getty Images

Real Madrid vann Villarreal í toppslag í spænsku deildinni í dag.


Leikmenn Real Madrid áttu erfitt með að brjóta vörn Villarreal á bak aftur en það voru frábær skot af löngu færi sem tryggðu liðinu sigurinn.

Federico Valverde kom Madrídingum yfir með skoti af löngu færi í fjærhornið eftir stundafjórðung.

Í seinni hálfleik tókst Real Madrid að bæta öðru markinu við en það gerði Vinicius Junior með frábæru skoti fyrir utan teiginn. Real Madrid ere með jafnmörg stig og topplið Barcelona sem á leik til góða gegn Alaves á morgun.

Real Madrid varð fyrir áfalli í uppbótatíma þegar Dani Carvajal virtist hafa meiðst illa á hné. Þá hélt Vinicius um öxlina þegar hann var tekinn af velli undir lok leiksins.

Getafe 1 - 1 Osasuna
1-0 Bertug Yildirim ('21 )
1-1 Ante Budimir ('60 )

Real Madrid 2 - 0 Villarreal
1-0 Federico Valverde ('14 )
2-0 Vinicius Junior ('73 )

Espanyol 2 - 1 Mallorca
1-0 Marash Kumbulla ('18 )
2-0 Jofre Carreras ('47 )
2-1 Antonio Raillo ('68 )

Las Palmas 0 - 1 Celta
0-1 Borja Iglesias ('28 )
Rautt spjald: ,Ilaix Moriba, Celta ('54)Iago Aspas, Celta ('56)

Valladolid 1 - 2 Rayo Vallecano
1-0 Selim Amallah ('51 )
1-1 Jorge De Frutos Sebastian ('57 )
1-2 Jorge De Frutos Sebastian ('80 )


Athugasemdir
banner
banner