Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 12:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dier: Conte hefur mikla ástríðu fyrir fótbolta
Mynd: Getty Images
Antonio Conte tók við sem stjóri Tottenham í síðasta mánuði. Liðið hefur unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum undir hans stjórn.

Liðið tapaði óvænt gegn Mura í Sambandsdeildinni í síðustu viku en Conte sagði að liðið væri ekki í háum gæðaflokki eftir þann leik.

Eric Dier leikmaður liðsins segist vera ánægður með Conte. Æfingarnar séu erfiðar en góðar.

„Æfingarnar hafa verið erfiðar, sem er gott. Við höfum notið tímans með Conte, þetta eru erfiðar æfingar en margir af okkur vorum hérna með Pochettino svo við þekkjum það. Við þurfum að bæta okkur fljótt, það hefur gengið vel hingað til."

Það er umtalað að æfingarnar hjá Conte séu erfiðar en hann segir þær ekki eins erfiðar og talað er um. Þá segir hann að Conte sé mikill grínisti.

„Í fyrsta lagi finnst mér þetta ekki svona slæmt. Fólk er að fara fram úr sér með þessar vangaveltur. Hann hefur mikla ástríðu fyrir fótbolta en utanvallar hefur hann og hans teymi mjög gaman af því að fíflast. Þeir sungu ítölsk lög þegar þeir mættu á svæðið. Þeir sungu með sömu ástríðu og þeir hafa fyrir fótbolta. Þetta er ekki alltaf á alvarlegu nótunum," sagði Dier.

Tottenham fær Norwich í heimsókn kl 14 í dag.
Athugasemdir
banner
banner