Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 05. desember 2021 11:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gerrard lærði mest af Rodgers: Hann er topp þjálfari
Rodgers og Gerrard
Rodgers og Gerrard
Mynd: Getty Images
Aston Villa fær Leicester í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Steven Gerrard er stjóri Aston Villa en hann tók við af Dean Smith fyrir mánuði síðan og hefur unnið tvo og tapað einum leik.

Brendan Rodgers stjóri Leicester stýrði Liverpool á árunum 2012-2015 en Gerrard var þá leikmaður liðsins.

Gerrard var í viðtali við Jamie Carragher á Sky Sport en Carragher var samherji Gerrard hjá Liverpool. Gerrard segir að hann hafi lært mest af Rodgers.

„Ég lærði mikið af Rodgers, örugglega meira en af þeim stjórum sem voru á undan honum. Eins og hjá Houllier þá hafði ég ekki eins mikinn áhuga á taktík og sennilega hjá Benitez líka. Það var ekki fyrr en undir lokin hjá Benitez og byrjun hjá Rodgers þegar ég fór að hugsa um þjálfun."

Hann hefur miklar mætur á Rodgers.

„Ég trúi því að ef við hefðum unnið saman fyrr þá hefðum við náð betri árangri. Hann er topp þjálfari. Hann er góður einn á einn, ef ég hefði ekki tileinkað mér eitthvað frá honum þá væri ég heimskur og barnalegur. Ég viðurkenni að ég hef stolið einhverju af honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner