Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 05. desember 2022 12:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Wenger hafi breyst mikið eftir að hann fór í starf hjá FIFA
Gagnrýndi Þýskaland fyrir mótmælin
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Fyrir fyrsta leik á HM.
Fyrir fyrsta leik á HM.
Mynd: EPA
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, telur að skilaboð sem þýska landsliðið hafi sent frá sér á HM í Katar hafi haft áhrif á það að liðið féll úr leik í riðlakeppninni.

Fyrir fyrsta leik Þýskalands á HM þá stillti liðið sér upp í liðsmyndatöku og hélt fyrir munn sinn. Þjóðverjarnir mótmæltu framkomu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, með því en það hefur verið þöggun í gangi að þeirra að mati.

Mikið hefur verið fjallað um mannréttindabrot í Katar og þann mikla fjölda verkamanna sem hafa látið lífið við að byggja leikvanga og önnur mannvirki fyrir mótið. Samkynhneigð er þá bönnuð í Katar og tóku stjórnvöld þar í landi ekki vel í sérstök fyrirliðabönd sem ákveðin lið ætluðu að nota á mótinu. Því ákvað FIFA að banna þau.

Þjóðverjar mótmæltu þeirri ákvörðun en Wenger, sem starfar núna fyrir FIFA, segir að það hafi haft áhrif á það að liðið fór snemma heim af mótinu.

Hann segir að lið sem hafi verið að einbeita sér að fótboltanum hafi staðið sig vel í fyrsta leik á mótinu, annað en Þýskaland gerði. Hann hefur gefið í skyn að mótmæli Þýskalands gegn þögguninni hafi haft áhrif á slakt gengi liðsins.

Wenger hefur verið gagnrýndur fyrir að taka þessa afstöðu. Carl Anka, sem skrifar fyrir The Athletic telur að Wenger sé búinn að breytast mikið frá því hann var stjóri Arsenal. Hann sé ekki með sömu gildi og hann var með þá.

„Knattspyrnustjórinn Wenger hefði kunnað illa við FIFA starfsmanninn sem Wenger er orðinn," skrifar Anka á Twitter og hefur líklega eitthvað til síns hvað það varðar.

Aðrir taka í sama streng. Colin Millar, sem skrifar fyrir Mirror, segir að það sé í forgangi hjá Wenger núna sé að græða meiri pening fyrir sambandið sem hann hjá og fær vel greitt fyrir.



Athugasemdir
banner
banner
banner