Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gordon skaut létt á Arsenal
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: EPA
Anthony Gordon, leikmaður Newcastle, skaut létt á Arsenal eftir sigurinn í undanúrslitum deildabikarsins í gærkvöldi.

Gordon skoraði seinna mark Newcastle í 2-0 sigri gegn Arsenal í gærkvöldi en einvígið endaði samanlagt 4-0.

Arsenal vann 5-1 sigur gegn Manchester City um síðustu helgi en þeir voru aldrei líklegir gegn Newcastle. Eftir leikinn gegn City þá heyrðist lagið HUMBLE í hátalarakerfinu á Emirates-leikvanginum og var það líklega skot á Erling Haaland sem sagði fyrr á tímabilinu við stjóra Arsenal, Mikel Arteta, að sýna auðmýkt (e. stay humble).

Lewis Myles-Skelly, leikmaður Arsenal, fagnaði líka eins og Haaland í leiknum.

Eftir leikinn í gær sagðist Gordon ánægður og bætti svo við: „Núna er mikilvægt fyrir okkur að sýna auðmýkt (e. stay humble). Úrslitaleikurinn verður stór en það er enn langt í hann."

Rætt var um Arsenal og auðmýktina í Enski boltinn hlaðvarpinu sem hægt er að hlusta á hér fyrir neðan.


Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Athugasemdir
banner
banner