Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kompany: Rétt fyrir alla aðila að Tel færi til Spurs
Mynd: EPA
Mathys Tel fór á láni til Tottenham frá Bayern Munchen á lokadegi gluggans. Kaupmöguleiki er í lánssamningnum og talar Ange Postecoglou stjóri Tottenham, á þá leið að Tottenham muni nýta sér þann möguleika.

Vincent Kompany, stjóri Bayern, tjáði sig um lánið á franska framherjanum á fréttamannafundi í dag. Þar segir hann að þetta hafi verið rétta lausnin fyrir alla sem koma að málinu.

„Við þurfum að vera hreinskilnir og ræða við leikmenn sama hvað kemur upp, og við gerum það alltaf. Við höfum rætt allt við leikmennina, líka langtímasýnina og mannlegu hliðina, sem er mikilvæg fyrir þróun þeirra."

„Það kemur svo að því að ákvörðun er tekin. Við spáum ekkert í hávaðanum fyrir utan. Við hugsum um það sem er rétt fyrir félagið,"
sagði Kompany.

Tel var ekki í stóru hlutverki hjá Bayern, var þar varaskeifa fyrir Harry Kane. Hann er 19 ára og gæti spilað sinn fyrsta leik með Tottenham gegn Liverpool í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner