Fjölnir er búinn að krækja í efnilegan leikmann fyrir kvennadeild félagsins.
Sæunn Helgadóttir kemur til Fjölnis úr röðum KR en hún er fædd árið 2005 og spilar sem miðvörður að upplagi.
Sæunn á 41 leik að baki með KH, ÍH og KR á ferlinum en hún lék tvo leiki með KR í 2. deild kvenna í fyrra.
Fjölnir leikur einnig í 2. deild kvenna og vonast Sæunn til að fá meiri spiltíma í Grafarvogi heldur en í Vesturbæ.
Sæunn gerir tveggja ára samning við Fjölni sem gildir út keppnistímabilið 2026.
Athugasemdir