Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. apríl 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Carragher segir að Arsenal þurfi að losa sig við þessa þrjá
Nicolas Pepe.
Nicolas Pepe.
Mynd: Getty Images
Arsenal átti engin svör gegn Liverpool um helgina og tapaði 3-0. Það vantaði ungstirnin Bukayo Saka og Emile Smith Rowe í Arsenal og þeirra var saknað.

Jamie Carragher gagnrýndi Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliða Arsenal, harðlega eftir leikinn en fleiri fengu að heyra það.

Carragher nefndi þrjá leikmenn sem hann segir að Arsenal þurfi að losa sig við.

„Hefur Alexandre Lacazette verið rétta lausnin? Nei. Kaupin á Willian hafa reynst algjört slys. Svo er það Nicolas Pepe. Það er ekki aldurinn eða verðmiðinn, hann hefur bara aldrei verið nægilega góður og hann verður það ekki. Arsenal þarf að losa sig við þessa menn," segir Carragher.

„Leikmennirnir eru vandamálið, það þarf að hreinsa út og láta yngri leikmennina spila en halda sig við Mikel Arteta. Martin Ödegaard hefur verið frábær og félagið þarf að reyna allt til að halda honum."

Arsenal er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Slavia Prag í Evrópudeildinni á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner