Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 06. maí 2024 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Lið Selmu á leið niður í B-deildina - Sara hafði betur gegn Alexöndru
Selma Sól Magnúsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Nürnberg eru á leið niður í þýsku B-deildina en liðið tapaði fyrir Leipzig, 1-0, í kvöld.

Selma lék allan leikinn á miðsvæðinu hjá Nürnberg, sem hefur aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum sínum.

Liðið þurfti sigur í kvöld til þess að eiga einhverja von um að halda sér uppi.

Það er nú í næst neðsta sæti deildarinnar með 12 stig, sex stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Tölfræðilega á liðið möguleika að halda sér uppi, en það verður að teljast afar ólíklegt þar sem liðið mætir næst meistaraliði Bayern München.

Sara Björk Gunnarsdóttir hafði þá betur gegn Alexöndru Jóhannsdóttur er Juventus vann Fiorentina, 2-0.

Báðar byrjuðu leikinn en Alexöndru var skipt af velli í síðari hálfleiknum.

Juventus er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig en Fiorentina í 3. sæti með 42 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner