sun 06. júní 2021 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Er Henderson í hópnum til að gera spilagaldra?
Roy Keane skilur ekki þá ákvörðun að velja Jordan Henderson
Roy Keane skilur ekki þá ákvörðun að velja Jordan Henderson
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur á ITV, á afar erfitt með að skilja af hverju Jordan Henderson er í enska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið.

Henderson meiddist í leik með Liverpool í febrúar og náði ekki lokasprettinum í deildinni en var þó á bekknum í síðasta leik tímabilsins gegn Crystal Palace.

Hann var valinn í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið og náði að spila 45 mínútur í 1-0 sigri á Rúmeníu í kvöld.

Keane skilur þó ekki af hverju Henderson fékk kallið enda ekki spilað mikinn fótbolta síðustu mánuði.

„Þetta er þegar farið að hafa áhrif á Jordan. Ég var viss um að hann myndi spila um daginn og ég veit að það var talað um að spila honum í 45 mínútur en af hverju er hann ekki að spila fyrri hálfleikinn frekar þegar spennustigið er hærra?" sagði og spurði Keane.

„Mér finnst að Jordan eigi ekki að vera þarna ef hann getur ekki haldið sér í formi. Hann hefur ekki sparkað í bolta í þrjá og hálfan mánuð þannig það er ekki fræðilegur að hann sé orðinn góður."

„Þeir vilja hafa hann á svæðinu en til hvers? Er hann þarna til að gera spilagaldra eða vera með tónlistaratriði. Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Til hvers er hann þarna?"
spurði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner