Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 15:42
Elvar Geir Magnússon
Wembley
„Einbeiti mér að landsleikjunum og skoða svo hvert maður fer“
Icelandair
Jóhann Berg er án félags.
Jóhann Berg er án félags.
Mynd: Getty Images
Enn er óvíst hvar Jóhann Berg Guðmundsson mun spila á næsta tímabili. Hann yfirgaf Burnley eftir liðið tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann verður fyrirliði í komandi vináttulandsleikjum gegn Englandi og Hollandi og á fréttamannafundi á Wembley í dag var hann spurður að því hvort eitthvað nýtt væri að frétt varðandi hans framtíð?

„Það er ekkert nýtt eins og er. Ég er bara að einbeita mér að þessum tveimur leikjum. Svo kemur allt í ljós hvað ég mun gera. Það eru einhverjar þreifingar en ekki eitthvað sem er komið á einhvern ákveðinn stað,“ svaraði Jóhann.

Hann er 33 ára og hefur undanfarin tíu ár leikið í enska boltanum. Óvíst er hvort hann verði áfram á Englandi.

„Ég einbeiti mér að þessum leikjum og svo skoðar maður hvert maður fer. Hvort ég verði áfram á Englandi eða annars staðar á bara eftir að koma í ljós."
Athugasemdir
banner
banner
banner