Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 17:15
Innkastið
Af hverju á Sigurður Egill allt í einu að spila tíuna?
Sigurður Egill Lárusson í baráttunni í leiknum gegn ÍA á föstudaginn.
Sigurður Egill Lárusson í baráttunni í leiknum gegn ÍA á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið Vals var til umræðu í Innkastinu í dag eftir 4-1 tap liðsins gegn ÍA á heimavelli á föstudag. Sigurður Egill Lárusson hefur spilað fremst á miðju hjá Val í byrjun tímabil eftir að hafa leikið á kantinum undanfarin ár.

„Ég skil að Heimir (Guðjónsson) vill koma inn og hrista upp í hlutunum. Hann er búinn að gera það, hrista upp í stöðum og endurskipuleggja liðið. Þetta er ekki sama tiki-taka fótboltalið0ið og undanfarin ár. Engu að síður finnst mér margt skrýtið. Sigurður Egill hefur verið frábær á vinstri kantinum undanfarin ár þó að hann hafi ekki verið upp á sitt besta í fyrra. Hann er allt í einu orðinn tía," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í dag.

Gunnar Birgisson greip þá inn í: „Hann hefur gert það að sínu lifibrauði að kötta inn á völlinn og skjóta eða krossa. Af hverju á þessi leikmaður allt í einu að spila tíuna? Er það ekki óþarfi breyting? Sérstaklega þegar þú ert með topp þrír í tíunni á bekknum?"

Auk Sigurðar Egils hafa Sebastian Hedlund og Haukur Páll Sigurðsson verið á miðjunni hjá Val í byrjun móts.

„Ég skil ekki af hverju þú ert með svona rosalega þunga miðju. Sebastian er miðjumaður, þú ert að reyna að ýta Hauki ofar á völlinn og hann er yfir þrítugt. Hann ætti frekar að halda svæði og þess háttar. Ég virði tilraunina hjá Hauki og vona þeirra vegna að hún gangi upp en ég er ekki seldur á þetta," sagði Ingó.

„Ef við værum með þessa miðju, Lasse Petry, Einar Karl og Kristinn Freyr, þá myndi Val ganga betur að skapa eitthvað fram á við en raun bar vitni gegn ÍA. Lasse Petry er gæðaleikmaður. Hann er með flottar sendingar, góðan skotfót og getur skapð ógn á vallarhelmingi andstæðinganna. Ég er ekki hræddur þegar Haukur Páll og Sebastian Hedlund eru með boltann á vallarhelmingi andstæðinganna þá titrar maður ekkert," sagði Gunnar.

Hér að neðan má hlusta á Innkstið.
Innkastið - Vanstilltir dómarar og völlur sem ræður úrslitum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner