Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júlí 2020 10:08
Magnús Már Einarsson
Sævar Péturs svarar gagnrýni á Greifavöllinn
Sævar Pétursson.
Sævar Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr leiknum á Greifavellinum í gær.
Úr leiknum á Greifavellinum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gríðarlega mikil umræða hefur verið um Greifavöllinn, heimavöll KA, undanfarna daga. KA og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í gær við erfiðar aðstæður en búið var að spila fjölda leikja á N1 mótinu á vellinum í aðdraganda leiksins.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáir sig á Facebook í dag en hann segir að KA hafi óskað eftir að fá ekki heimaleik í krinugm N1-mótið 2020. Sævar segir einnig að KA hafi ekki fengið fjármagn úr mannvirkjasjóði KSÍ til þess að vinna í vellinum.

Þá ræðir Sævar baráttu KA við Akureyrarbæ en KA-menn hafa lengi viljað færa heimavöll sinn á félagssvæði sitt.

Leikurinn í gær endaði 2-2 en KA fékk á sig vítaspyrnu undir blálokin þegar Hrannar Björn Bergmann rann á vellinum og fékk boltann í hendina.

Facebook póstur Sævars
Mikið hefur verði rætt og ritað um Greifavöllinn síðustu daga, mikið af fjölmiðlamönnum fara þar fram með stór orð en fáir hafa þó skoða málið eitthvað nánar. Nokkrar staðreyndir sem ég vil koma frá mér varðandi þetta mál.

KA óskaði eftir því við mótsjórn KSÍ að hér yrði ekki spilaður heimaleikur í kringum N1-mótið 2020, við sáum fyrir að vegna Covid-19 yrði nauðsynlegt að spila um 200 leiki á fjórum dögum sem hluta af N1-mótinu á Greifavellinum. Það sáu það allir sem vildu að leikur KA og Breiðabliks fær fram við lélegar vallaraðstæður.

Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meða verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.

KA hefur staðið í baráttu við Akureyrarbæ síðan Akureyarbær tók einhliða ákvörðun 2008 að fresta framkvæmdum hér á KA-svæðinu vegna bankahrunsins. Síðan þá eru liðin mörg ár og lítið hefur verið gert fyrir völlinn því KA er alltaf á leiðinni upp á KA-svæði. Akureyrarbær hefur hunsað KA í mörg ár, er framkvæmdinni var frestað 2008 þá átti að gera það tímabundið og ráðast í hana um leið og tími væri til að framkvæma hjá bænum. Síðan þá hefur Ak.bær farið í fjölda framkvæmda en KA bíður enn með sína keppnisaðtöðu.

Svona er staðan og við gerum það besta úr vellinum og höfum gaman að þó svo að hann hafi kostað okkur í gær og fært Blikum 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner