Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þarf að gefa Þrótti plús í kladdann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir tímabil var Þrótti spáð neðsta sæti Pepsi Max-deildar kvenna í flestum, ef ekki öllum spám.

Þróttur byrjaði á 4-3 tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum, töpuðu svo naumlega gegn Íslandsmeisturum Vals í Laugardalnum og náðu svo í mjög gott stig á útivelli gegn Fylki í síðustu umferð.

Þróttur fékk hrós í síðasta þætti af Heimavellinum.

„Þetta það lið sem er búið að koma mest á óvart," sagði Steinunn Sigurjónsdóttir, knattspyrnuþjálfari.

Leikur Þróttar við Fylkis endaði 2-2 þar sem Mary Alice Vignola skoraði jöfnunarmark í uppbótartíma eftir að Fylkir hafði komist yfir nokkrum andartökum áður.

„Það þarf að gefa Þrótti plús í kladdann, ég hef sjaldan séð nýliða með það góða spilamennsku (og í öðru markinu). Þetta var frábær afgreiðsla og geggjað spil. Ég er mjög spennt að sjá Þrótt spila," sagði Berglind Hrund Jónasdóttir, fyrrum markvörður Stjörnunnar, sem er hrifin af fótboltanum sem Þróttur spilar.

Það eru tveir leikir í Pepsi Max-deildinni í dag og mætir Þróttur liði FH í athyglisverðum leik.

Leikir dagsins:
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
19:15 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur)
Heimavöllurinn - Hlín machine, Þróttur þorir og KR í bullandi brasi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner