Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 06. ágúst 2020 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Adam Ægir hefur fundað með FH og Víkingi R.
Adam Ægir Pálsson í leik með Keflavík síðasta sumar
Adam Ægir Pálsson í leik með Keflavík síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson, leikmaður Keflavíkur í Lengjudeildinni, hefur fundað með bæði FH og Víking R. en þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolta.net.

Adam, sem er fæddur árið 1998, er uppalinn FH-ingur en hann var einnig á mála hjá Breiðablik og Víking R. í yngri flokkum.

Hann hefur gert góða hluti með Keflvíkingum á þessu tímabili en hann hefur skorað 4 mörk í 8 leikjum í Lengjudeildinni og var meðal annars valinn leikmaður 6. umferðar af Fótbolta.net og tvisvar verið í liði umferðarinnar.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, greindi frá því í dag að bæði FH og Víkingur R. hefðu áhuga á honum en hann verður samningslaus í lok október.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Adam fundað með bæði FH og Víking R. en hefur þó ekki tekið neina ákvörðun um framtíð sína. Víkingur R. hefur þegar lagt fram tilboð í leikmanninn.

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála en þetta yrði mikil blóðtaka fyrir Keflavík sem er í 3. sæti með 17 stig eftir fyrstu átta leikina.


Athugasemdir
banner
banner