Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neto upplifði martröð á Emirates
Mynd: EPA

Brasilíski markvörðurinn Neto gekk til liðs við Arsenal frá Bournemouth á gluggadeginum en hann er ánægður að vera kominn þangað eftir að hafa upplifað slæman dag á skrifstofunni gegn Arsenal.


Hann hefur tapað fjórum sinnum gegn Arsenal með Valencia og Bournemouth en það var leikur á Emirates vellinum í mars á síðasta ári sem hafði slæm áhrif á markvörðinn.

Bournemouth komst yfir snemma leiks þegar Philip Billing skoraði og Marcos Sensei bætti öðru markinu við fyrir lok fyrri hálfleiks. Arsenal tókst hins vegar að jafna og svo á sjöundu mínútu í uppbótatíma tryggði Reiss Nelson Arsenal stigin þrjú.

„Ég man eftir þessum degi, fjölskyldan kom og sá leikinn, konan og börnin tvö. Við spiluðum mjög vel, þeir voru líka í efsta sæti en við vorum í vandræðum. Ég man þegar ég kom heim og ég hugsaði að ég vildi bara fara ofan í holu og ekki koma aftur upp því við fengum tækifæri til að vinna en svo var það farið," sagði Neto.


Athugasemdir
banner
banner