Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Ítalía kláraði Frakkland í seinni hálfleik - Markalaust hjá andstæðingum Íslands
Federico Dimarco skoraði flott mark eftir geggjaða stoðsendingu Sandro Tonali
Federico Dimarco skoraði flott mark eftir geggjaða stoðsendingu Sandro Tonali
Mynd: EPA
Belgía og Ítalía unnu góða sigra í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld og þá gerðu andstæðingar Íslands í B-deildinni, Wales og Tyrkland, markalaust jafntefli í Wales.

Kevin De Bruyne var besti maður Belgíu með tvö mörk og þá gerði Youri Tielemans eitt.

Á meðan unnu Ítalir 3-1 sigur á Frökkum. Bradley Barcola skoraði mark Frakka eftir aðeins 14 sekúndur.

Ítalir jöfnuðu eftir hálftímaleik með stórkostlegu marki Federico Dimarco. MIðjumaðurinn Sandro Tonali fékk sendingu við vítateiginn, tók hann viðstöðulaust með hælnum, yfir vörnina og á Dimarco sem þrumaði boltanum efst í hægra hornið.

Davide Frattesi og Giacomo Raspadori kláruðu síðan dæmið í síðari hálfleiknum.

Í B-deildinni gerðu Wales og Tyrkland markalaus jafntefli, en þau spila í sama riðli og Ísland.

Baris Yilmaz, leikmaður Tyrkja, fékk að líta rauða spjaldið þegar hálftími var eftir. Ísland er því á toppnum eftir fyrstu umferðina.

A-deild:

Belgía 3 - 1 Ísrael
1-0 Kevin De Bruyne ('21 )
1-1 Timothy Castagne ('36 , sjálfsmark)
2-1 Youri Tielemans ('48 )
3-1 Kevin De Bruyne ('52 , víti)
3-1 Lois Openda ('56 , Misnotað víti)

Frakkland 1 - 3 Ítalía
1-0 Bradley Barcola ('1 )
1-1 Federico Dimarco ('30 )
1-2 Davide Frattesi ('51 )
1-3 Giacomo Raspadori ('74 )

B-deild:

Kasakstan 0 - 0 Noregur

Slóvenía 1 - 1 Austurríki
1-0 Benjamin Sesko ('16 , víti)
1-1 Konrad Laimer ('28 )

Wales 0 - 0 Tyrkland
Rautt spjald: Baris Yilmaz, Turkey ('63)

C-deild:

Litháen 0 - 1 Kýpur
0-1 Ioannis Pittas ('34 )

Kósóvó 0 - 3 Rúmenía
0-1 Dennis Man ('40 )
0-2 Razvan Marin ('51 , víti)
0-3 Razvan Marin ('82 )
Rautt spjald: Mergim Vojvoda, Kosovo ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner