Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. október 2019 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Forseti Valencia fékk sendar morðhótanir eftir þjálfaraskipti
Það eru mikil læti í Valencia.
Það eru mikil læti í Valencia.
Mynd: Getty Images
Valencia vann góðan sigur á Alaves í gærkvöldi, 2-1. Það var ekki bara sigurinn sem var í fréttum í gærkvöldi, einnig læti sem tengjast þjálfaraskiptum Valencia í síðasta mánuði.

Marcelino sem hafði náð flottum árangri með Valencia var rekinn frá félaginu í byrjun september eftir að ósætti kom upp milli hans og eiganda félagsins.

Eigandi félagsins Peter Lim og Anil Murthy forseti félagsins hafa mikið verið gagnrýndir fyrir þessa ákvörðun, stuðningsmenn Valencia eru ekki sáttir með ráðninguna á Albert Celades og vildu hafa Mercelino áfram sem vann spænska bikarinn með þeim og kom þeim í Meistaradeildina.

Eftir sigurleikinn í gær fékk Anil Murthy, forseti félagsins sendar morðhótanir í skilaboðum, Valencia sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið um að málið hefði verið tilkynnt til lögreglunnar og sé nú í rannsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner