Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Óttast að Íslendingar svindli
Icelandair
Rúmenar fagna marki.
Rúmenar fagna marki.
Mynd: Getty Images
Andrei Vochin, ráðgjafi formanns rúmenska knattspyrnusambandsins, sagði í sjónvarpsviðtali þar í landi í gær að hann óttist að leikmenn liðsins verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands í dag. Vísir segir frá þessu í dag.

Rúmenar koma til landsins í dag fyrir leikinn gegn Íslandi í umspili um sæti á EM en leikurinn er á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld.

Rúmenski hópurinn fer í vinnusóttkví hér á landi, líkt og önnur knattspyrnulið sem hingað hafa komið undanfarið. Það þýðir að leikmenn geta æft saman og svo keppt gegn Íslandi. VIð komuna fara allir í hópnum í kórónuveirupróf líkt og aðrir aðilar sem komast til Íslands.

Vochin segist óttast svindl og að leikmenn verði ranglega greindir með veiruna.

„Íslensk stjórnvöld eru með sínar sérstöku reglur, ólíkt Austurríki [þar sem Rúmenía spilaði síðasta útileik sinn]. Á Íslandi þurfa allir að fara í próf aftur [eftir próf heima í Rúmeníu] sem íslensk stjórnvöld standa fyrir. Rannsóknastofan sem vinnur úr prófunum hefur ekkert með UEFA að gera. Í hreinskilni sagt þá er ég smeykur varðandi þessi próf,“ sagði Vochin að því er fram kemur á Vísi.

Lesa fréttina á vef Vísis
Athugasemdir
banner
banner