Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 06. október 2024 17:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA mistókst að koma sér í góða stöðu í baráttunni um efsta sætið í neðri hlutanum þegar liðið steinlá gegn KR á Akureyri í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

„KR vann sanngjarnt fjögurra marka sigur. Við hefðum að sjálfsögðu getað skorað mörk, fáum einhver góð færi, klúðrum víti en þeir hefðu líka getað skorað meira. Í fyrsta skiptið í sumar finnst mér við ekki mæta með nógu gott hugarfar og grunngildin ekki í lagi. Ég fann það eftir það sem er búið að ganga á undanfarið með þrjá leiki á einni viku að menn gátu ekki gírað sig upp í það hugarfar sem þarf til að vinna fótboltaleiki," sagði Haddi.

Haddi gerði þrefalda breytingu í hálfleik og það skilaði smá krafti í upphafi seinni hálfleiks.

„Erum flottir í byrjun seinni hálfleiks en svo kemur þriðja markið þá deyr þetta hjá okkur. Við þurfum að muna þessa tilfinningu, það eru tveir leikir eftir, þetta er ekki gaman og ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum. Mér er alveg sama þótt það sé eitthvað eðlilegt að hugarfarið fari aðeins niður eftir svona viku þá er kærkomið frí núna svo mætum við með alvöru hugarfar í síðustu tvo leikina," sagði Haddi.

„Við viljum ná sjöunda sætinu og nú erum við að leyfa yngri mönnum og þeim sem hafa fengið minni spiltíma að koma inn. Maður vill líka að þeir fái sanngjarnan séns og komi inn í lið sem leggur sig fram. Þessi tilfinniing er ekki góð og við þurfum að breyta því strax í næsta leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner