Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. nóvember 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Reece James í tveggja leikja bann fyrir kjaftbrúk
Mynd: Getty Images
Reece James missir af næstu leikjum Englands í Þjóðadeildinni gegn Belgíu og Íslandi. Það kemur því á óvart að hann hafi verið valinn í landsliðshóp Gareth Southgate sem var kynntur í gær.

James fékk að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk við dómarann eftir tap Englands gegn Danmörku á Wembley fyrr í haust. Dómarinn var búinn að flauta leikinn af þegar hann ákvað að sýna James rauða spjaldið og hefur bakvörðurinn verið dæmdur í tveggja leikja bann í kjölfarið.

James mun því spila æfingaleik Englands gegn Írlandi sem fer fram á Wembley næsta fimmtudag og leyfa hinum bakvörðunum að berjast um stöðuna í Þjóðadeildinni. Southgate vantar ekki hægri bakverði en Trent Alexander-Arnold, Kyle Walker, Kieran Trippier, Ainsley Maitland-Niles og Joe Gomez eru allir í leikmannahópinum.

Ekkert pláss er fyrir Aaron Wan-Bissaka í hópinum.
Athugasemdir
banner
banner