Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfons: Er núna í viðræðum varðandi framhaldið
Alfons í leik með Breiðabliki í sumar.
Alfons í leik með Breiðabliki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons í leik með U21 árs landsliði Íslands í haust.
Alfons í leik með U21 árs landsliði Íslands í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Alfons Sampsted er á mála hjá IFK Norrköping sem leikur í sænsku Allsvenskan. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og var lánaður til Breiðabliks seinni hluta tímabilsins í ár.

Þar lék hann átta leiki í deild og einn í bikar. Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Greint var frá ferli hans í grein sem birtist fyrr í dag á Fótbolti.net

Sjá einnig:
Alfons Sampsted: Menn 'feikuðu' meiðsli því þeir vildu ekki spila

Alfons var einnig spurður út í stöðu sína í dag. Hvar spilar hann á komandi leiktíð?

„Ég fór út aftur til Norrköping eftir tímabilið hér heima til að æfa."

„Ég æfði með aðalliðinu og spilaði með U21 liðinu. Með U21 liðinu vann ég U21 deildina."

„Núna er aðalliðið í jólafríi og byrjar að æfa aftur í byrjun janúar."

„Ég er í viðræðum núna varðandi framhaldið. Mín afstaða á þessum tímapunkti er sú að ég fer út og mæti til Norrköping á æfingu þann 3. janúar, nema eitthvað breytist í millitíðinni."


Núgildandi samningur hans við Norrköping gildir fram í nóvember 2020.

Alfons var að lokum spurður út í það ef hann myndi spila á Íslandi á komandi leiktíð. Kæmi annað félag en Breiðablik til greina?

„Nei ég held ég gæti ekki spilað fyrir annað lið í efstu deild á Íslandi," sagði Alfons að lokum.

Sjá einnig: Alfons Sampsted: Menn 'feikuðu' meiðsli því þeir vildu ekki spila
Athugasemdir
banner
banner
banner