Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. janúar 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harder vinnur alltaf í Danmörku eins og Sara á Íslandi
Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Pernille Harder.
Mynd: Getty Images
Pernille Harder var á dögunum valin fótboltakona ársins í Danmörku með 91 prósent atkvæða.

Það eru kollegar hennar, leikmennirnir, sem sjá um valið en þetta er í sjötta sinn í röð sem hún vinnur verðlaunin.

Harder er leikmaður Chelsea á Englandi, en á síðasta ári fór hún í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með þýska félaginu Wolfsburg. Hún spilaði þar í tapi gegn Lyon, áður en hún samdi svo við Chelsea.

Þetta er í heildina í sjöunda sinn sem Harder vinnur verðlaunin en hún er með mikla yfirburði í þessari kosningu, eins og vinkona hennar Sara Björk Gunnarsdóttir hér á Íslandi.

Sara Björk var valin bæði íþróttamaður ársins og fótboltakona ársins 2020. KSÍ velur fótboltakarl- og konu ársins ár hvert en ð valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Sara vann verðlaunin 2020, sjötta árið í röð - eins og Harder í Danmörku. Sara er líka búin að vinna í sjö skipti í heildina.

Sara og Harder eru góðar vinkonur þar sem þær spiluðu saman hjá Wolfsburg um gott skeið. Þær yfirgáfu báðar félagið síðasta sumar; Sara fór til Lyon og Harder til Chelsea.




Athugasemdir
banner
banner
banner