Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
banner
   fös 07. febrúar 2025 14:29
Elvar Geir Magnússon
Arnór hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Blackburn
Arnór hefur skorað 2 mörk í 34 landsleikjum fyrir Ísland.
Arnór hefur skorað 2 mörk í 34 landsleikjum fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór fagnar í treyju Blackburn.
Arnór fagnar í treyju Blackburn.
Mynd: Getty Images
Blackburn Rovers hefur tekið íslenska landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson út úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokamánuði tímabilsins í ensku Championshio-deildinni.

Arnór hefur verið að glíma við meiðsli og ekki spilað fyrir Blackburn síðan 26. október. Hann hefur að undanförnu verið meiddur á læri og hefur ekki byrjað deildarleik fyrir liðið á tímabilinu.

Lancashire Telegraph segir að þó það sé ekki langt í að Arnór snúi aftur þá sé ferli hans hjá Blackburn lokið. Samingur hans rennur út í sumar en hann gæti skipt um félag áður. Glugginn er enn opinn í nokkrum Evrópulöndum.

Virkilega erfið ákvörðun
John Eustace, stjóri Blackburn, segir að í ljósi meiðslavandræða Arnórs og fjölda leikmanna sem hann sé með í sóknarstöðunum þá sé þetta tækifæri fyrir Íslendinginn að fá spiltíma hjá öðru félagi.

„Þetta var virkilega erfið ákvörðun. Við fengum leikmenn í janúarglugganum og vorum komnir yfir þann fjölda sem við megum hafa skráða í hópinn," segir Eustace.

„Siggy er með frábært hugarfar. Hann skoraði sigurmark gegn Oxford í upphafi tímabils og ég var spenntur að fá hann til baka og vonaði að hann gæti tryggt okkur fleiri stig. En í ljósi stöðunnar og að glugginn er enn opinn í Evrópu og Ameríku, þá fær hann kannski tækifæri til að fá spiltíma annarstaðar."

„Ég óska honum alls hins besta. Því miður hefur hann verið meiddur og það hefði tekið hann smá tíma að ná sér fullkomlega. Hann mun halda áfram að æfa með okkur þar til hans mál skýrast."

Meiðsli og veikindi hafa gert það að verkum að Arnór hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í Championship-deildinni á þessu tímabili. Félög í Svíþjóð hafa sýnt honum áhuga, þar á meðal meistararnir í Malmö.

„Það er engin spurning að mig langar að vera áfram á Englandi. Stærsta sviðið er hérna. Auðvitað er líka eitthvað um þetta frá liðum utan Englands en fókusinn minn á að vera áfram á Englandi þar sem að draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði Arnór, sem er 25 ára, við Vísi í desember.
Athugasemdir
banner
banner
banner