Cristiano Ronaldo hélt upp á 40 ára afmæli sitt í vikunni og í dag skoraði hann þriðja mark Al Nassr sem vann 3-0 sigur gegn Al Feiha í Sádi-arabísku deildinni.
Kólumbíski sóknarmaðurinn Jhon Duran opnaði markareikning sinn fyrir Al Nassr og skoraði hin tvö mörk liðsins. Duran var að spila sinn annan leik síðan hann kom til félagsins frá Aston Villa.
Al-Nassr er í þriðja sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Al Ittihad.
Kólumbíski sóknarmaðurinn Jhon Duran opnaði markareikning sinn fyrir Al Nassr og skoraði hin tvö mörk liðsins. Duran var að spila sinn annan leik síðan hann kom til félagsins frá Aston Villa.
Al-Nassr er í þriðja sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Al Ittihad.
Mikilvægur sigur hjá Jóa Berg
Jóhann Berg Guðmundsson átti stoðsendingu strax á þriðju mínútu þegar Al-Orobah vann mikilvægan 4-2 sigur á Al-Wehda. Með sigrinum þá stukku Jói Berg og félagar upp í þrettánda sæti og eru þremur stigum fyrir ofan fallsæti.
Þá skoraði Ivan Toney tvö mörk, bæði af vítapunktinum, þegar Al Ahli sem er í fimmta sæti vann botnlið Al Fateh 2-0.
Athugasemdir