Á sunnudag reynir Miron Muslic, stjóri Plymouth Argyle, að leggja Liverpool sem er að margra mati besta lið heims í dag. Þetta er risastórt verkefni fyrir stjóra sem þurfti að játa sig sigraðan á Kópavogsvelli í desember.
Muslic stýrði þá Cercle Brugge sem tapaði 3-1 gegn Víkingi í Sambandsdeildinni. Í byrjun desember var hann rekinn frá belgíska félaginu en rúmum mánuði síðar ráðinn til Plymouth.
Plymouth, sem íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilar fyrir, situr í neðsta sæti Championship-deildarinnar, og nánast óhugsandi að liðið muni geta lagt Liverpool á heimavelli sínum þegar liðin mætast í FA-bikarnum. En ekkert er útilokað í fótbolta.
Muslic stýrði þá Cercle Brugge sem tapaði 3-1 gegn Víkingi í Sambandsdeildinni. Í byrjun desember var hann rekinn frá belgíska félaginu en rúmum mánuði síðar ráðinn til Plymouth.
Plymouth, sem íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson spilar fyrir, situr í neðsta sæti Championship-deildarinnar, og nánast óhugsandi að liðið muni geta lagt Liverpool á heimavelli sínum þegar liðin mætast í FA-bikarnum. En ekkert er útilokað í fótbolta.
Guðlaugur Victor: Þeir eru bestir í dag
Guðlaugur Victor Pálsson var sjálfur í herbúðum Liverpool 2009-2011 og var fyrirliði varaliðs félagsins. Í viðtali við Fótbolta.net um miðjan nóvember ræddi hann um Liverpool liðið og spáði þeim enska meistaratitlinum.
„Ég held það, það lítur þannig út. Þeir eru með mestan stöðugleika og vinna þá leiki sem þeir eiga að vinna og vinna toppleikina líka. Ég held að þeir taki þetta," sagði Guðlaugur Victor.
„Þeir voru ekkert að breyta mikið til í leikmannahópnum og hafa haldið því sama. Þeir spila mjög svipað þannig, Liverpool er rosalega gott fótboltalið og ógeðslega gott pressulið. Þeir finna gott jafnvægi í því hvenær þeir eiga að vera beinskeyttir og hvenær þeir eigi að spila. Mér finnst þeir bestir í dag."
„Þeim finnst ekkert að því að liggja aðeins til baka og vera beinskeyttir. Yfir allt finnst mér þeir vera með bestu vinklana á þessu öllu."
Flúði heimaland sitt
Aftur að stjóra Plymouth, Miron Muslic. BBC birti í morgun áhugaverða grein um bakgrunn hans. Þegar hann var níu ára gamall, nánar tiltekið 1992, þurfti hann að flýja heimaborg sína, Bihac í Bosníu, vegna stríðsástands.
„Ég hef verið í erfiðari aðstæðum í lífinu en að vera stjóri fótboltaliðs. Á einni nóttu þurfti fjölskylda mín að flýja Bosníu, við þurftum að grípa eigur okkar og halda af stað. Þá byrjaði ferðalag okkar, nýtt líf," segir Muslic en fjölskylda hans ferðaðist 650 kílómetra leið til Innsbruck í Austurríki.
„Það hefur aldrei verið neitt auðvelt fyrir mig og fjölskylda mína. Við vorum flóttafólk og það er ekki fallegt en ég hef aldrei haft þá tilfinningu að ég hafi misst af einhverju í lífinu. Það koma erfiðleikar en líka fallegir og óvæntir hlutir."
„Foreldrar mínir gerðu allt til að við fengjum nauðsynjavörur. Pabbi vann sem þjónn í yfir 30 ár og móðir mín starfaði við ræstingar. Allt hefur þetta gert mig að því sem ég er í dag og ég hef afrekað hluti sem voru taldir ómögulegir. En það er ekkert ómögulegt ef þú virkilega trúir og vinnur að því á fullu."
Athugasemdir