Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fös 07. febrúar 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England um helgina - Leicester heimsækir Man Utd í bikarnum í kvöld
Mynd: EPA
Úrvalsdeildin er í fríi þessa helgina en fjórða umferðin í enska bikarnum verður í fyrirrúmi.

Það er einn leikur í kvöld þar sem Man Utd fær Leicester í heimsókn í úrvalsdeildarslag. Bæði lið hafa verið í brasi í deildinni en Man Utd hefur ekki verið upp á marga fiska undir stjórn Ruben Amorim. Þá er Leicester, undir stjórn Ruud van Nistelrooy, í fallsæti.

Það erru tíu leikir á dagskrá á morgun. Man City heimsækir Leyton Orient og þá eru tveir úrvalsdeildarslagir, Everton og Bournemouth annars vega rog Brighton og Chelsea hins vegar. Íslendingalið Birmingham fær Newcastle í heimsókn.

Á sunnudaginn fer Liverpool í heimsókn til Plymouth þar sem Guðlaugur Victor Pálsson spilar en hann var í unglingaliði Liverpool á sínum tíma. Þá er úrvalsdeildarslagur milli Aston Villa og Tottenham.

föstudagur 7. febrúar

ENGLAND: FA Cup
20:00 Man Utd - Leicester

laugardagur 8. febrúar

ENGLAND: FA Cup
12:15 Leeds - Millwall
12:15 Leyton Orient - Man City
15:00 Coventry - Ipswich Town
15:00 Everton - Bournemouth
15:00 Preston NE - Wycombe
15:00 Southampton - Burnley
15:00 Stoke City - Cardiff City
15:00 Wigan - Fulham
17:45 Birmingham - Newcastle
20:00 Brighton - Chelsea

sunnudagur 9. febrúar

ENGLAND: FA Cup
12:30 Blackburn - Wolves
15:00 Plymouth - Liverpool
17:35 Aston Villa - Tottenham

mánudagur 10. febrúar

ENGLAND: FA Cup
19:45 Doncaster Rovers - Crystal Palace
Athugasemdir
banner
banner
banner