Þórhallur Siggeirsson hefur valið landsliðshóp U19 landsliðs karla fyrir leiki í milliriðli fyrir EM í Rúmeníu.
Ein þjóð kemst upp úr riðlinum og öðlast þátttökurétt á lokamóti EM, en undanriðillinn fer fram í Ungverjalandi.
Ísland spilar þar við Dani og Austurríkismenn auk þess að etja kappi við Ungverja.
Það er mikið af öflugum fótboltamönnum í U19 landsliði Íslands, þar sem Stjarnan og Víkingur R. eiga tvo fulltrúa hvort.
Rétt tæpur helmingur leikmannahópsins er samningsbundinn erlendum félagsliðum og má þar meðal annars nefna Daníel Tristan Guðjohnsen hjá Malmö, Galdur Guðmundsson hjá Horsens og Tómas Johannessen hjá AZ Alkmaar.
Þeir eru níu talsins sem eru samningsbundnir erlendum félagsliðum og ellefu sem leika á Íslandi.
Landsliðshópurinn
Bjarki Hauksson - Stjarnan
Kjartan Már Kjartansson - Stjarnan
Birnir Breki Burknason - HK
Breki Baldursson - Esbjerg fB
Daði Berg Jónsson - Vestri
Daníel Ingi Jóhannesson - Nordsjælland
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö
Davíð Helgi Aronsson - Víkingur R.
Stígur Diljan Þórðarson - Víkingur R.
Gabríel Snær Hallsson - Breiðablik
Galdur Guðmundsson - AC Horsens
Ívar Arnbro Þórhallsson - Völsungur
Jón Sölvi Símonarson - ÍA
Markús Páll Ellertsson - US Triestina
Nóel Atli Arnórsson - AaB
Sölvi Stefánsson - AGF
Stefán Gísli Stefánsson - Fylkir
Tómas Johannessen - AZ Alkmaar
Viktor Nói Viðarsson - KAA Gent
Þorri Stefán Þorbjörnsson - Fram
Athugasemdir