Garth Crooks sérfræðingur BBC velur úrvalslið ensku úrvalsdeildarinnar eftir hverja umferð. Hér má sjá val hans eftir nýliðna umferð.
Varnarmaður: Thiago Silva (Chelsea) - Næstum 40 ára en heldur áfram að vera hættulegasti maðurinn í teignum í föstum leikatriðum.
Varnarmaður: Joachim Andersen (Crystal Palace) - Var með Ramus Höjlund í strangri gæslu þegar Palace niðurlægði Manchester United.
Miðjumaður: Cole Palmer (Chelsea) - Skoraði sitt 24. mark á tímabilinu þegar Chelsea vann 5-0 sigur gegn West Ham.
Sóknarmaður: Nicolas Jackson (Chelsea) - Skoraði tvívegis gegn West Ham. Hefur gengið í gegnum ansi misjafna leiki á tímabilinu en gæti orðið öflugur á því næsta ef hann nær stöðugleika í frammistöðu sína.
Sóknarmaður: Callum Hudson-Odoi (Nottingham Forest) - Virðist vera farinn að finna fjölina að nýju. Skoraði tvö gegn Sheffield United.
Athugasemdir