Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. júní 2022 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Hákon Arnar orðaður við Venezia
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Íslendingalið Venezia féll úr Serie A í vor og er að undirbúa sig fyrir lífið í Serie B.


Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson eru leikmenn félagsins úti á láni og þá var Arnór Sigurðsson að klára lánssamninginn við Venezia frá CSKA Moskvu.

Feneyingar vilja bæta Íslendingum við sínar raðir og hafa þeir augastað á Hákoni Arnari Haraldssyni sem hefur verið að gera góða hluti með FC Kaupmannahöfn og er búinn að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu.

Venezia er að ráða Ivan Javorcic til starfa sem þjálfara og ætlar að bæta leikmönnum við hópinn til að gefa honum fleiri valmöguleika.

Fjölmiðlar í Feneyjum hafa rætt mörg nöfn en nafn Hákons Arnars heyrist mest af öllum.

Þeir tala um Hákon sem fjölhæfan, tæknilegan og kröftugan leikmann sem getur leikið á miðjunni, í holunni fyrir aftan fremsta mann og á báðum köntum ef þess þarf. 

Hákon Arnar er 19 ára gamall og lék mikilvægt hlutverk á lokaspretti danska úrvalsdeildartímabilsins ásamt æskuvini sínum Ísaki Bergmanni Jóhannessyni.

Hákon og Ísak áttu stóran þátt í sigrum FCK sem tryggðu Danmerkurmeistaratitilinn á lokaspretti tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner