Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 07. júní 2022 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Finnland lagði Svartfjallaland - Níu Færeyingar töpuðu
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Finnland og Bosnía unnu á heimavelli í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag.


Joel Pohjanpalo gerði bæði mörk Finna gegn Svartfjallalandi á meðan Smail Prevljak skoraði fyrir Bosníu gegn Rúmeníu.

Finnar og Bosníumenn eru því saman á toppi riðilsins með fjögur stig eftir tvær umferðir og Svartfellingar eru með þrjú stig. Rúmenar eru án stiga og verma botnsætið.

Færeyjar töpuðu þá á heimavelli gegn Lúxemborg í C-deild.

Gerson Rodrigues skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu en Færeyingar misstu leikmenn af velli með rautt spjald sitthvoru megin við markið. 

Þeir enduðu því leikinn 9 gegn 11 og eru stigalausir eftir tvær umferðir. Tyrkland rúllaði yfir Litháen og er með sex stig ásamt Lúxemborg.

B-deild:
Finnland 2 - 0 Svartfjallaland

1-0 Joel Pohjanpalo ('31)
2-0 Joel Pohjanpalo ('38)

Bosnía 1 - 0 Rúmenía
1-0 Smail Prevljak ('68)

C-deild:
Færeyjar 0 - 1 Lúxemborg
0-1 Gerson Rodrigues ('74, víti)
Rautt spjald: Rene Joensen, Færeyjar ('67)
Rautt spjald: Solvi Vatnhamar, Færeyjar ('80)

Litháen 0 - 6 Tyrkland


Athugasemdir
banner
banner