
KSÍ hefur tilkynnt um þær breytingar sem hafa orðið á starfsliði íslenska landsliðsins. Age Hareide fær með sér sænskan reynslubolta sem kemur til með að aðstoða við leikgreiningu.
Hinn sænski Jörgen Lennartsson mun leikgreina andstæðinga íslenska liðsins. Hann er 58 ára gamall og er afar reyndur og hefur starfað með félagsliðum og landsliðum á Norðurlöndunum, sem aðalþjálfari stórra félagsliða í Svíþjóð og Noregi, sem þjálfari U21 landsliðs Svíþjóðar, og sem leikgreinandi fyrir danska landsliðið á HM í Rússlandi, svo eitthvað sé nefnt.
Jóhannes Karl Guðjónsson er áfram aðstoðarþjálfari og Arnór Snær Guðmundsson þrekþjálfari. Fjalar Þorgeirsson, markvarðaþjálfari FH, kemur inn sem markvarðaþjálfari og Markús Árni Vernharðsson kemur inn í teymi leikgreinanda en hann hefur starfað fyrir Víking.
Framundan eru tveir heimaleikir Íslands í undankeppni EM 2024 – gegn Slóvakíu þjóðhátíðardaginn 17. júní og síðan gegn Portúgal 20. júní. Þetta verða fyrstu tveir leikir liðsins undir stjórn Hareide.
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Portúgal | 6 | 6 | 0 | 0 | 24 - 0 | +24 | 18 |
2. Slóvakía | 6 | 4 | 1 | 1 | 8 - 2 | +6 | 13 |
3. Lúxemborg | 6 | 3 | 1 | 2 | 7 - 16 | -9 | 10 |
4. Ísland | 6 | 2 | 0 | 4 | 10 - 9 | +1 | 6 |
5. Bosnía-Hersegóvína | 6 | 2 | 0 | 4 | 5 - 9 | -4 | 6 |
6. Liechtenstein | 6 | 0 | 0 | 6 | 1 - 19 | -18 | 0 |
Athugasemdir