Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fös 07. júní 2024 22:31
Elvar Geir Magnússon
Wembley
Kane og fleiri fá falleinkunn frá ensku pressunni
Icelandair
Harry Kane í leiknum í kvöld.
Harry Kane í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane fékk aðeins 4 í einkunn frá Sky Sports eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. Enski landsliðsfyrirliðinn var ryðgaður og fór illa með góð færi.

Hann fékk falleinkunn líkt og varnarmennirnir Kyle Walker og John Stones. Þá þótti Kieran Trippier ekki finna sig í stöðu vinstri bakvarðar og Phil Foden var langt frá sínu besta.

Þetta var ekki veganestið sem enska landsliðið vildi taka með sér á Evrópumótið í Þýskalandi. England verður með Serbíu, Danmörku og Slóveníu í riðli á mótinu og þarf að sýna miklu betri leik en þetta.

Byrjunarlið Englands:
Aaron Ramsdale - 5
Kyle Walker - 4
John Stones - 4
Marc Guehi - 7
Kieran Trippier - 5
Declan Rice - 5
Kobbie Mainoo - 6
Phil Foden - 5
Cole Palmer - 6
Anthony Gordon - 6
Harry Kane - 4

Varamenn:
Ezri Konsa - 6
Trent Alexander-Arnold - 7
Joe Gomez - 5
Ivan Toney - 5
Bukayo Saka - 5
Eberechi Eze - 6
Athugasemdir
banner
banner
banner