Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verður áfram hjá Ajax þrátt fyrir áhuga Arsenal og Man Utd
Mynd: EPA
Jorrel Hato, varnarmaður Ajax, hefur gefið það út að hann verði áfram hjá hollenska félaginu eftir að hafa verið orðaður við Arsenal og Mancester United að undanförnu.

Vinstri bakvörðurinn var sterklega orðaður við ensku úrvalsdeildarfélögin en ætlar sér að vera áfram hjá Ajax.

„Ég mun spila með Ajax á næsta tímabili. Ég hef ekki lært allt sem ég get lært hér. Og ég vil vinna verðlaun með Ajax. Það var draumur minn þegar ég kom hingað," sagði Hato við AjaxLife.

Hato er uppalinn hjá Sparta Rotterdam og Ajax. Hann er 18 ára og á að baki einn landsleik fyrir Holland. Hjá Ajax er hann liðsfélagi Kristians Nökkva Hlynssonar.

Athugasemdir
banner
banner
banner